miðvikudagur, júlí 26, 2006

Hver vill passa mig næst???

Það sem ég er búin að vera gera frá því 13.07.2006:

* Komin til mömmu eftir að vera í fríi hjá pabba gamla.
* Passa kisurnar hennar Önnu vinkonu mömmu
* Fór á vorhátíð í Hafnarfirði með Kristínu Söru og Sigrúnu mömmu hennar (Forest Gump heiti ég...thí thí)
* Fór í útileigu með þeim líka í Húsafell í eina nótt....rosa gaman
* Fór í afmæli til VILLA afa....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.
* Svo fórum við Egill bróðir og mamma í bíó að sjá "OVER THE HEDGE" það var rosa gaman hjá okkur. Fórum svo heim aðeins til Önnu vinkonu mömmu að leika við kisurnar...
* Svo fór ég til MÖTTU ömmu því hún ætlaði að passa mig í 2 daga þar sem mamma gamla þurfti að vinna. Við fórum upp í bústað og ég einnig lék mér við Auðun og Arnór.
* Svo í dag þá er hann afi MAGGI að passa mig og vitið hvað??? Hann tók mig í hádegismat á HÓTEL SÖGU þar hitti ég alla gömlu kallana... svo fórum við í sund og svo bara heim að bíða eftir mamma sé búin að vinna.

Það má segja að það sé búið að vera mikið að gera hjá mér þessa síðustu daga, vonandi fer þetta nú allt að róast hjá mér þegar mamma fer í frí. Reyndar þá förum við að undirbúa flutning okkar norður. Mér er farið hlakka mikið til en held reyndar að mömmu kvíði smá fyrir...en þetta verður bara ævintýri hjá okkur...

Heyrumst bráðlega...

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Mikið að gera...

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér og bróðir mínum. Við erum núna staddir fyrir norðan hjá honum Elvar Goða og fjölskyldu. Það er svo mikið að gera að ég gef ekki einu sinni tíma til að tala við hana mömmu mína. Þegar hún reynir að hringja í mig þá segi ég bara við hann pabba minn, ég tala við hana þegar hún sækir mig!!!
Ég meira segja bauð alla aðra fram til að tala við hana því að ég er svo upptekin. Þar að segja þegar við Egill bróðir fórum til mömmu í vinunna áður en við fórum norður þá sagði mamma við mig að ég mætti nú alveg hringja í sig en ég var nú fljótur að svara því og segja bara að pabbi eða Ásdís eða Elvar Goði eða bara Raggi gætu gert það þar sem ég væri bara svo upptekin.... (mamma stóð bara orðlaus eftir en brosti samt bara yfir þessu þar sem hún sá hvað var nú gaman hjá okkur bræðrum).

föstudagur, júlí 07, 2006

Bestu bræður í heimi!

Egill bróðir kom heim til Íslands í síðustu viku og það er búið að vera yndislegur tími hjá okkur. Við erum búnir að vera mikið hjá henni ömmu Gróu þar sem pabbi fór í hestaferð. Það má segja að við erum búnir að skemmta henni mikið enda erum við ótrúlega skondnir strákar.
Ef við erum ekki að brjótast inn í bílskúrinn hans pabba þá erum við skreyta jólatré í júlí...Ég held að engum muni leiðast að passa okkur báða!!!

Heyrumst bráðlega....knús og kossar Matti patti jr.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Afmælisbarn dagsins er.........

............................. Egill Orri bróðir minn.

Innilega til hamingju með daginn elsku Egill minn.
Vonandi verður dagurinn þinn skemmtilegur.
Þinn litli bróðir Matti patti jr.