sunnudagur, febrúar 05, 2006

Erfiður tími!

Ég er eitthvað ekki sáttur þessa dagana, svolítið lítill í mér en mamma heldur bara að það sé eftir ferðalagið til Afriku. Sakna mikið bróðir míns og skil það bara ekki að hann skuli ekki bara koma heim núna til Íslands. En því miður þá verð ég bara að bíða þar til í sumar!

En það er nú samt smá gaman leikskólanum, búin að eignast "KÆRUSTU" (mömmu finnst það nú heldur snemma en hvað getur hún sagt!!). Hún Gréta Björg sem er kærasta mín var mjög góð við mig í vikunni hún hafði klippt út mynd af móður minn sem var í fréttablaðinu(enn ein VISA auglýsingin) og sagði svo við móður sína að hún ætlaði að gefa Marteini kærasta sínum myndina. Mömmu Grétu fannst þetta svo sætt að hún fór með myndina til pabba míns og sagði honum þessa yndislegu ástarsögu!!!...EN SÆTT!

Var hjá pabba mínum um helgina. Við fórum út að hjóla, við hjóluðum heila 3 km. Ég er alveg rosaleg duglegur þegar ég vil það. Einnig fórum við í Sunnudagskólan og það var mjög gaman. Ég gerði mikla lukku, þar sem ég hefði fengið að taka gítarinn minn með í sunnudagskólan fékk ég að spila með einum öðrum strák allan tíman.......ÉG SEM SAGT SLÓG Í GENG HJÁ ÖLLLUM MÖMMUM OG PÖBBUM..THÍ THÍ

Svo kom ég heim til mömmu seinni partinn þar sem við vorum að fara í skírn. Það var vera að skíra litla bróðir hans Alexsander. Það var alveg rosaleg gaman...skildi reyndar ekki alveg hvers vegna að Séra Pálmi skildi vera í hvítum kjól og sagði bara við hann að væri nú eitthvað skrítinn því bara stelpur eru í svoleiðis!!!

Jæja núna ligg ég stein sofandi upp í rúmi eftir að hafa verið að ræða við hana móður mína að mig langiði í lítið barn svo ég gæti haldið á undir skírn eins og Alexander fékk að gera....en hún móðir mín var ekki alveg að samþykkja það sem ég reyndar skil ekki .....ONE DAY!

Heyrðumst bráðlega...knús og kossar til allra...

Engin ummæli: