.... vá hvað er nú alltaf gott að koma heim til mömmu og Hilmars.
Ferðin út gekk vel og auðvita átti ég yndislega tíma með pabba og co.
Þrátt fyrir að maður búin að vera á ferð og flugi þá stoppar maður ekki.
Á föstudaginn eftir að ég kom heim fórum við mamma í göngutúr í bæinn. Hittum Hilmar þar og fengum við okkur góðan hádegismat. Svo héldum við áfram að dúlla okkur í bænum. Eftir góða stund í bænum skelltum við okkur til Möttu ömmu og Kalla afa upp í Mosfellsbær, váááá það var ekki leiðilegt að hitta þau og auðvita Mola stóra :-)
Laugardagurinn var einnig góður við fórum í Nautólsvíkina en þar sem vindurinn var svo mikill skelltum við okkur til Láru og sátum þar á svölunum og höfðum það kósý!
Sunnudagurinn skelltum við okkur til afa gamla í grill.
Og í dag byrjaði ég á hestanámskeiði... mér til mikillar gleði :-)
Myndir bráðlega.....