mánudagur, nóvember 23, 2009

kvöldmatur

Hilmar kveður okkur þar sem hann þurfti að fara norður að taka próf.....og ég er bara inn í herbergi að horfa á barnatíman....og mamma að undirbúa sig að fara í skólan...

Hilmar: Bless Matti minn, sjáumst á morgun...
Matti: (knúsar Hilmar)....en svo kemur smá svipur...
Matti: HILMAR!!! biddu ... hver, hver á að gefa mér að borða?
Hilmar: (brosir)...heldur ekki að mamma geti reddað því?
Matti: jú jú ennnnnnnnnn
Hilmar: Þetta er allt í lagi....Hann Árni ætlar að reddar þessu...
Matti: okey

(ekki eins og mamma gæti reddað þessu...NEI ekki nema í algjöri neið..hehe)

mánudagur, nóvember 16, 2009

Amma Matta

Mig langar að óska henni Möttu ömmu minn:


Innilega til hamingju með daginn í gær....

Ég vona svo innilega að þú hafir átt yndislegn dag.

Þinn Matti patti


Knús og kossar

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

Sonja frænka, Damien og Þorbergur....

FRÉTTIR FRÉTTIR........Já viti menn ég er svo ógeðslega heppin að Sonja frænka og frændur mínir koma til Íslands 2.des og fara aftur 15.des....
Ég er rosalega duglegur að læra nokkur ensk orð svo ég get tjáð mig við þá og þeir eru að læra smá íslensku svo þetta á allt að reddast.. Vááá ég get ekki beðið!!

Afi maggi er búin að plana svo mikið fyrir okkur að gera að það verður rosa fjör.... Ég ætla sýna þeim hvað ég er duglegur í fótbolta, einnig ætla ég að sýna þeim skólann minn og vonandi verður snjór svo við getum gert eitthvað skemmtilegt úti!! Svo í sund, Gullfoss og geysir, bíó og svo bara að vera saman....Vá hvað verður gaman!

Heyrumst bráðlega
Matti stuðbolti....

Amma Oddný og Afi Úlli

Ég var svo heppin að hafa ömmu og afa um helgina hjá okkur....
Takk fyrir yndislega helgi amma og afi....sjáumst bráðlega
knús og kossar
Matti patti...

laugardagur, nóvember 07, 2009

Ég er að "stusserast"

Mamma: Afi er í símanum vill tala við þig
Matti: Mamma viltu bara segja honum að ég er aðeinsssss að "stusserast" ég heyri í honum seinna...
Mamma: ha "stusserast" bíddu hvað er það
Matti: Mamma sérðu ekki að ég er upptekin??


Nóg að gera þessa helgi amma Oddný og Úlli afi eru í bænum og ég ætlaði ekki að sofna í kvöld fyrr en þau kæmu.....þrátt fyirr að ég var mjög svo þreyttur...Stumd get ég verið svolítið þróskur!!

Framundan yndisleg helgi..

knús