þriðjudagur, september 29, 2009

Alltaf nóg að gera...

....já það má nú segja það sé alltaf nóg að gera!
Ef ég er ekki í skólanum, fótboltaæfingu þá er ég alltaf á einhverju flakki!!!
Um helgina var ég svo heppin að Ásdís besta og Raggi töffari buðu okkur bræðrum að koma í heimsókn. Sem var mikið fjör!!! Allavegna fanst mér það..
Komum svo heim í gær og ég gisti hjá pabba svo kom ég heim loksins í dag eftir skóla og mömmu og Hilmari fannst það nú ekki leiðilegt. Enda er ég bara lang bestur.

Á morgun kemur Rabbi vinur minn í heimsókn þá verður líka sko fjör á bæ....

Svo langar mig að óska lang-bestu ömmu í heimi :

INNILEGA TIL HAMINGJU
MEÐ DAGINN Í GÆR.
ÉG VONA AÐ DAGURINN ÞINN HAFI VERIÐ
SKEMMTILEGUR (REYNDAR SAGÐI MAMMA
MÉR AÐ ÞÚ HAFI NÚ BARA VERIÐ Í EINHVERJU
LAMBA STÚSSI..HEHE) EN HVAÐ MEÐ ÞAÐ
KNÚS OG KOSSAR ÞINN MARTEINN

mánudagur, september 21, 2009

Myndir úr sveitinni: Réttir og berjamó..

Passa að afi Úlli og Kiddi vigti nú allt rétt!!
Búið að vigta þessa!

Komdu nú út með þig!!

Ég ætla ekki að sleppa!!

Náði þér!! hehe og ég ætla ekki að sleppa!

Eftir langan dag þá er nú alltaf gott að fá eitthvað gott að borða, sérstaklega grautinn hennar ömmu með smá safti!!

Berjamó með ömmu Oddný.

Týna týna týna ber.....


og týna týna týna ber..


Smá vatn að drekka eftir að hafa borðað svolitið mikið af berjum..hehe

Eftir góðan dag er alltaf gaman að enda daginn með góðum félagskap og spili.. Ég og Egill Andri að spila slönguspilið!!!

sunnudagur, september 20, 2009

Komin heim....

.....Já ég kom heim á sunnudaginn með Selmu og Tryggva og með mínum besta vin Egil Andra. Ég var alveg búin á því enda náði mamma rétt að koma mér í sturtu og svo upp i rúm.....
Það var mjög erfitt að vakna á mánudeginum en það tókst eftir nokkrar tillraunir....Þessi blessaður mánudagur mun seint gleyma hjá mér og mömmu. Við áttum stór og víðamikila upræðu þennan dag. Ég fékk að segja mitt og mamma sitt og svo vorum við bæði sátt eftir langan tíma.

Um kvöldið sendi amma Oddný myndir til 0kkar:
og mamma mun sitja þær inn á morgun.

Laugardagur 19/9
Það er búið að vera njóg að gera hjá mér í dag....Ég fór í afmæli til Rabba, fékk svo að fara heim til hans eftir bíóferðina....fengum við ís og annað nammi gott með um 6:30 kom ég heim glorsoltinn og Árni og Hilmar grillluðu......svo fór Mamma og Lára út á lífðið.... Ég er var löngu sofnanaður áður en það gerðist.
Svo á morgun þá fer ég í afmæli til Egils Andra váaaaaaaaaaaa hvað það á erfitt að fara þegar það ser svo gaman einhverstaðar...
.......Heyrumst og morgun...ligg núna stein sofandi hjá mömmu og Hilmari og hef það bara rosa kósý....

fimmtudagur, september 10, 2009

þriðjudagur, september 08, 2009

Gunna frænka

Ég var voða góður strákur á sunnudaginn var, þá fór ég með mömmu að heimsækja Gunnu frænku. Henni fannst nú ekki leiðilegt að sjá mig og hlusta á alla fótboltasögurnar mínar...(sumar kannski ekki alveg 100% réttar en henni fannst gaman af þeim). Eftir heimsóknina fengum við okkur smá snarl ég og mamma og töluðum um heiminn og geyminn sem var voða gaman, svo skellti ég mér aftur til pabba þar sem við vorum að fara í bíó....

Ég og Gunna frænka....

Töffarinn sjálfur fyrir utan Hrafnistu!!

sunnudagur, september 06, 2009

Pabba helgi..

.... jæja núna er búin að vera hjá pabba yfir helgina...og örugglega búin að gera margt skemmtilegt!
Mamma ætlar reyndar að fá mig smá lánaðan á eftir til að heimsækja Gunnu gömlu...Hún er komin á skjúkradeildina og langar svo sjá Matta sinn.
Svo fer ég aftur til pabba og kem svo heim á morgun eftir skóla...Alltaf sama flakkið á mér...!!!

Myndir myndir og myndir...

Strákarnir mínir...Matti að byrja fyrsta daginn í 2.bekki í skólanum..
Anna, Róbert og lila Grönqvist....sæta fjölskyldan

Lila Grönqvist steinsofandi....ohhhhhhh hún er svo sæt!!


Lára sæta og lila sæta Grönqvist



Flottasti strákurinn í bænum....enda strákurinn hennar Mömmu

Mamma og Bylgja (tilvonandi mamma.....)

miðvikudagur, september 02, 2009

Litla dúllan þeirra Önnu vinkonu og Robba....

Elsku Anna og Robbi
Innilega til hamingju með litlu, okkur Matta finnst hún alveg fullkomin...Meira segja Hilmar sagði: Hún er óvenjulega eitthvað litið krumpuð....hehe

Matti: Hún er svo litil og sefur bara......

Matti: Mamma hún er svaka flott í skónum þínum...hehe

þriðjudagur, september 01, 2009

Anna og Róbert okkar ...

...... eru búin að eignast litla stelpu. Hún var 3700 gr. og 52 cm á lengd...

Við fjölskyldan í Bólstaðrhlíð 66 óskum ykkur
Innilega til hamingju með litlu.
Hlökkum til að fá að kíkja á sætu og knúsa og kissa...Eins og Matti sagði!

Mamma: Matti! Anna okkar er búin að eiga litla stelpuna sína....
Matti: Ha er kúlan farin?
Mamma: Já....
Matti: Snild...þá get ég knúsað og kisst hana þegar ég sé hana næst....