miðvikudagur, apríl 08, 2009

Tannlaus...


Flottastur.... 2 tennur farnar og fleiri á leiðinni...

Gleðilega páska!

Alltaf nóg að gera hjá mér þessa dagana...

Í gær fór ég að skoða nýja skólan minn " Háteigsskóli".... voða spenntur!
Svo fór ég til TANNSA og hann var rosa ánægður með mig. Eftir það fór ég í vinunna til mömmu og far þar frá hádegi til kl. 4.
Það var sem sagt dagur þar sem foreldrar máttu taka börnin sín í vinunna og auðvitað fór ég að skoða nýju vinunna hennar mömmu.
Eftir þennan langa dag var ég mjöööööööööööög þreyttur í gærkvöldi og stein sofnaði með mömmu kl. 9.
Svo í hádeginu í dag fór ég til pabba og co. og mun eyða páskunum með þeim.
Á meðan ætla mamma og Hilmar að vera rosa dugleg að sitja upp nýja eldhúsinnréttingu og mála í Bólstaðarhlíðinni. Þannig þegar ég kem alsæll úr páska frí með pabba og co. kem ég heim í nýtt og flott herbergi.

Jæja allir vinir og ættingjar.... hafið þið það alveg rosalega gott um páskana.
Knús ykkar Matti patti..

miðvikudagur, apríl 01, 2009



Mamma og Sveppi (Idolið mitt...)

Sveppi gaf mér köku og svo fékk ég líka mynd af honum og mömmu... mér fannst það nú ekki leiðilegt...

1. Barnatönnin farin........

.............já í gær í skólanum þegar ég var að borða kom bara 1 stk. tönn út úr mér. Ég var ekkert smá glaður... Loksins er ég orðin STÓR STRÁKUR...
Ég og Hilmar hingdum í mömmu og létum hana vita. Hún var ekkert smá ánægð með mig og sagði mér að sitja tönnina undir koddan svo að tánnálfurinn gæti komið!!
Matti: Mamma ég veit hvað ég á að gera
Mamma: allt í lagi...
Matti: Ég hélt að þú vissir það að ég er bara svo COOL...

Gullkorn:
Á sunnudaginn var vorum við að fara í fermingu.....
Mamma: Matti minn komdu nú svo ég geti lagað aðeins á þér hárið.
Matti: til hvers?
Mamma: Matti minn hárið á þér er útum allt....
Matti: Mamma! þú þarft ekki að gera það ég er nógu sætur fyrir!!