fimmtudagur, mars 13, 2008

SKO

Eins og þið vitið flest sem þekkja mig þá get ég verið svolítið pirraður þegar ég er þreyttur. Í gær þá kom ég heim úr leikskólanum og var mjög þreyttur. Eftir að hafa leikið mér með Magneu og Róbert þá kom ég heim og vildi bara gera hluti sem mig langaði til að gera en mamma var á öðru máli. Hún bað mig um að fara í sturtu!!! (vanalega er það ekkert mál, þar sem mér finnst jú gaman að leika mér í vatni).

Mamma: Matti minn viltu fara í sturtu núna
Matti: Mamma SKO þú sagðir að ég þurfti ekki að fara í sturtu fyrr en í kvöld
Mamma: það er komið kvöld og það er bara best að klára þetta...
Matti: SKO mamma þú lofaðir
Mamma: ég lofaði engu...ég sagði þegar þú komst heim að þú ættir að fara í sturtu
Matti: SKO mamma þú laugst.....(fer inn í herbergi og loka á eftir mér)
Mamma: Matti minn komdu nú enga vitleysu... inn í sturtu með þig...
Matti: MAMMA SKO...SKO MAMMA
Mamma: ekki neitt sko meira....það er allt sko mamma hitt og sko mamma þetta
Mamma: er SKO nýja uppáhalds orðið þitt???
Matti: (fljótur að svara fyrir sig) NEI RAUÐUR!!

laugardagur, mars 01, 2008

Ekki lengur lati drengurinn!!

Eftir viku í herbúðum hjá mömmu, Hilmari og Heiðu í leikskólanum hefur letin í mér lagast alveg heilmikið....Ég er alveg farin að klæða mig sjálfur og hef meira segja áhuga á því......!!

Annarrs er nú ekki búið að vera mikið að gera hjá okkur....nema sama góða rútínan.. Fór á skautaæfingu á fimmtudaginn og á föstudaginn (í gær) fórum við Hilmar í sveitinna til Benna og Þórdísar að passa krakkana. Okey ég lék mér við þau en Hilmar passaði okkur...Hann má nú alveg eiga það hvað hann er duglegur að vera með okkur öll 5...meira segja þurfti hann að skipta á Ísak og Karin Thelmu 2x.....það tel ég vera framför!!

Í dag ætlum við fjölskyldan að hafa það bara rólegt...Mamma ætlar að læra smá, Hilmar örugglega líka en svo ætlar Hilmar út í kvöld og ég og mamma ætlum að hafa KÓSÝ kvöld...Það á eftir að vera mikið fjör...

Jæja ég vona að þið munið eiga góða helgi...
Matti.

ps. Valdis Nína okkar INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 20 ÁRA AFMÆLIÐ...

ps.s. Pabbi ég farin að sakna þín smá...Ertu alltaf í útlöndum og hvað er þetta að taka mig ekki með á skíði.....ég er lang flottastur og bestur á þeim!!!