þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Litli sæti lati dreguinn!!!

Mamma og Hilmar komu í svona eitthvað viðtal þar sem þau hitta Heiðu sem er yfir deilinni minni....úppps (hugsar mamma....nei alls þetta fór allt vel! Reyndar má segja að ég er ekki að komast upp með mína Master plan að gera bara akúrat ekki neitt nema þegar mig hentar!!!!)) Eftir að nefdin sat inni heilar 15 að tala um mig.....!!! það getur allt gerst á 15 min í lífi mans...(Til dæmis sofið) Svo komu þau svo glöð á svipinn og kisstu mig bless og sögðu að þau væru mjög stolt af mér og ég mæti hjálpa aðeins meira til...bara svona til umhugsunar..... Ég get alveg sagt ykkur það þegar hún móðir mín segir " bara svona til umhugsunar" þá meinar hún greinilega að ég þarf að hugsa.....Úppps það er búið að komast upp um mig...Master PLANIÐ hvarf jafn hrat og ég næstum því þurfi að hugsa hana.... :)

Þannnig núna hef ég verkefni á daginn bara svon til að koma mér á stað...þetta er ekkert mál þegar ég er byrjaður.....Tekur bara stundum smá tíma að komast á staðinn eða framkvæma hann...En núna Master Planið hennar mömmu og Hilmars í gangi og við skulum sjá hveru langt við komust með það......hehehe


Við fórum suður þar síðustu helgi ég fór til pabba og Sigrúnar og auðvitað til besta bróðir í heimi...Trúið mér þegar við tveir verðum stórir þá verðum við eitthvað stórkostlegt og mikið...ENda MIKLIR MENN!!!... og svo flugum við eins og kóngs fólk til Aðalkóngsfólkið okkar og heimsóttum aðalsetrið....Eins og alltaf yndislegur tími....enda er dekrað mjög mikið við okkur. Takk ammma og afi... var ég ekki bara efnilegur vinnumaður fyrir þig afi í sumar!!!

Jæja ætla að fara koma mér í það að klára lítla verkefni mitt....
ÞIð eru öll yndisleg og munið eins og mamma segir....BROSIÐ. Það er bara svo gott!

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Váaaá hvað mamma er dugleg að skrifa!!

Það er búið að snjóa fyrir alla AFRÍKU hérna hjá okkur fyrir norðan. (AFI og Sonja þið megið alveg fá eitthvað af þessum snjó) Ekki það mér finnst nú alveg ótrúlega gaman að leika mér í honum og fara upp í fjall með Hilmari.
Svo er ég líka byrjaður í Íshokkí....besta að læra á allar vetraríþróttirnar meðan það er mögulegt! Læt ykkur vita hvernig gengur þegar lengra líður á..

Í janúar fórum við mamma og Hilmar í heimsókn til Ásdísar og Ragga. Fengum við öll að fara á sleða sem var nú bara meiriháttar. Ég fékk að prófa sleðan hans Elvars Goða og ég var svo spentur þegar við vorum búinir að ég náði ekki alveg að fara úr öllum fötunum til að komast á klósettið...úpps en það var bara svolítið fyndið!! hehe

Svo Kom Egill bróðir til okkar....og þið getið nú alveg trúað því það var rosa gaman eins og alltaf þegar við tveir erum saman. Það var farið í sveitina, sund og skíði....ekki leiðilegt.

Gullkornin síðustu mánuði hafa verið mörg...t.d.
Var ég mikið að spá í því hvort það væri ekki alveg öruggt að mamma myndi eignast stelpu en ekki strák þar sem ég kom úr henni og hún kom úr ömmu Tobbu. Þá gengur þetta bara ekki upp nema að mamma komi með stelpu og svo kemur strákur eftir það....Því að við strákarnari getum ekki séð um þetta...bara þið konurnar!!!

Talandi um prins ég lét nú Hilmar og mömmu alveg vita af því þegar við skiptum um herbergi að ég vildi alla þá mjúku kodda sem til voru og við gætum alveg notað þá hörðu!!! EF ég myndi nú ekki fá þá mjúku þá væru mamma og Hilmar í vondu málum....ég myndi bara sofa hjá þeim!!

Heyrumst bráðlega!!!
KNÚS og kossar...Matti