Matti: Mamma mig langar í hund!
Mamma: Hvar ætlar þú að geyma hann?
Matti: Í hundabúðinni!
Mamma: Þá þurfum við ekki að kaupa hann, þú getur bara farið og skoðað hann þegar þú vilt!
Matti: En mamma þú getur keypt hundabúðina!
Mamma: Mamma á ekki svona mikla peninga.
Mamma: Matti minn mamma skal skoða málið og við skulum tala um það þegar þú kemur heim.
Viti menn ég er snillingur að láta mömmu gefa eftir!!! ha ha (mamma leyfir mér allavegana að halda það.)
p.s. Góða helgi!
föstudagur, september 30, 2005
mánudagur, september 26, 2005
Sumarbústaðferð!
Fór upp í bústað um helgina með mömmu. Það var mjög gaman hjá okkur. Afi kom í heimsókn og ég hjálpaði honum að smíða. Svo fórum við mamma að veiða, ég er sem sagt ekki lengur hestamaður heldur núna er ég fiskimaður.......hvað er næst?
föstudagur, september 23, 2005
Rúmið mitt og rúmið hennar mömmu!
Þessa dagana er hún móðir mín að reyna að sanfæra mig um að sofa í mínu rúmi en ekki upp í hennar rúmi. Það gengur nú ekki neitt rosalega vel þar sem það er bara svo gott að sofa í mömmu rúmi og mér leiðist svo í mínu. Ég og mamma erum búin að vera að reyna að ræða þetta eitthvað en því miður þá tapar hún alltaf!!! Ekki til mikillar gleði fyrir hana!!
Ég held samt að henni finnist nú ekki leiðilegt að hafa mig þar sem ég kemst alltaf upp með það að sofa upp í hennar rúmi.
En spurningin er bara hvenær hún hættir að gefa eftir!!!
Ég held samt að henni finnist nú ekki leiðilegt að hafa mig þar sem ég kemst alltaf upp með það að sofa upp í hennar rúmi.
En spurningin er bara hvenær hún hættir að gefa eftir!!!
fimmtudagur, september 22, 2005
Mamma á VISA og amma Matta á SPRON
Ég var svo heppin að í gær morgun kom Matta amma að sækja mig og keyrði mig á leikskólan þar sem hún mamma mín var hausverk, sem er nú ekkert nýtt! Ég reyndar hafði mjög góða lausn handa mömmu minn, sagði bara við hana að leggjast á koddan ef henni væri svona illt í hausnum. Sem hún og gerði eins og dugleg stelpa.
Þegar amma kom og sótt mig þá sá ég að hún átti svo spjald eins og mamma mín á, sem þær nota til að komast inn í vinunna sína (eitthvað öryggisspjald). Mér fannst það svo rosalega sniðugt og komst að þeirri niðurstöðu að Matta amma ætti SPRON og mamma ætti VISA. Og ekki nóg með það þá á pabbi minn BÍÓIÐ. Mamma reyndi nú um daginn að segja mér að hún ætti ekki VISA heldur ynni hún þar en ég var nú bara ekki sammála og sagði bara; nei mamma þú ert bara að rugla. Þannig að við komust að þeirri niðurstöðu að mamma ætti VISA. (vá hvað hún er rík).
Þegar amma kom og sótt mig þá sá ég að hún átti svo spjald eins og mamma mín á, sem þær nota til að komast inn í vinunna sína (eitthvað öryggisspjald). Mér fannst það svo rosalega sniðugt og komst að þeirri niðurstöðu að Matta amma ætti SPRON og mamma ætti VISA. Og ekki nóg með það þá á pabbi minn BÍÓIÐ. Mamma reyndi nú um daginn að segja mér að hún ætti ekki VISA heldur ynni hún þar en ég var nú bara ekki sammála og sagði bara; nei mamma þú ert bara að rugla. Þannig að við komust að þeirri niðurstöðu að mamma ætti VISA. (vá hvað hún er rík).
fimmtudagur, september 15, 2005
Hestamaður!
Hæ hæ komin aftur! Það er búið að vera nóg að gera hjá mér. Leikskólinn er byrjaður aftur og ég læri alltaf eitthvað nýtt. Það nýjasta hjá mér er að segja að ég sakni einhverns. T.d. Er ég voða duglegur að segja við mömmu mína: mamma ég sakna Egill Orra rosa mikið og hann á að koma heim núna!.
Fór á hestbak með pabba mínum um daginn og það var alveg æðislegt. Er sem sagt núna "hestamaður". Eitt í viðbót; mamma og pabbi mig langar í hest!!!!
Heyrumst bráðlega....
Fór á hestbak með pabba mínum um daginn og það var alveg æðislegt. Er sem sagt núna "hestamaður". Eitt í viðbót; mamma og pabbi mig langar í hest!!!!
Heyrumst bráðlega....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)